SAFFRAN VIÐ SVEFNLEYSI. EYKUR SERÓTÓNÍN Í HEILA

10.10 2020

Áhrif saffrans á svefngæði eru ótvíræð. Þetta er niðurstaða nýrrar tvíblindrar vísindalegrar rannsóknar byggðri á slembiúrtaki.

Rannsóknin var framkvæmd á 63 heilbrigðum einstaklingum sem þó höfðu átt við svefnvandamál að stríða. Hópurinn fékk ýmist 14 mg af saffrankrafti eða lyfleysu. Svefninn var mældir að mikilli nákvæmi með ýmsum mælitækjum. Í ljós kom að þeir sem tóku inn saffran bættu svefn sinn svo um munaði. Kom það skýrt fram í öllum mælingum. Saffranið kom líka vel út að þvi leyti að engar aukaverkanir fylgdu.

Saffran er eitt vinsælasta bætiefni Bretlands – slær á nartþörf og bætir geð! Eykur serótónín magn í heila.

Vissir þú að þarf 75.000 blómstrandi saffranblóm í ½ kíló af saffranakryddi. Það kemur því ekki á óvart að saffran sé verðmætasta krydd veraldar. Saffran kryddið gefur ekki bara matnum dásamlegt bragð og lit, það er líka mikils metin lækningajurt af ætt krókusa (Crocus sativius). Monigue Simmonds, prófessor og vísindamaður við Kew Garden í London leiddi nýverið rannsóknarteymi sem komst að því að í saffrani leynast afar mikilvæg efni til lækninga (crocin og safranal). Þessi efni tilheyra ætt karótenóíða, sem m.a. innihalda beta karótín. Rannsóknin dró fram að þessi efni leika lykilhlutverk þegar kemur að sjón og skapsveiflum. Saffran inniheldur líka mikið af lúteni sem þegar er vitað að geti bætt sjónina. Margar vísindalegar rannsóknir styðja það.

Og svo er það þyngdarstjórnunin, og haldið ykkur nú fast því einnig kom fram að saffran slær á nartþörfina. Það gerist vegna þess að saffran eykur serótónín magn í heilanum. Skortur á því er sagt einkum hafa áhrif á þrennt, þ.e hræðslu, streitu og áráttukennda matarlyst. Með því að hafa bein áhrif á taugaefnafræðilega rót vandans er talið að saffran komi að gagni sem örugg og náttúruleg leið gegn narti. Og þannig megi halda talsverðu magni af kaloríum utan líkamans. Þetta eru t.d. Bretar búinir að uppgötva og saffranið frá Viridian, sem er blandað morgunfrú, hefur verið eitt vinsælasta bætiefnið þar í landi að undanförnu.

PS: Viridian línan spannar allt vítamín- og bætiefnalitrófið og er jafnt þekkt fyrir vönduð vítamín, lækningajurtir, olíur, tinktúrur og síðast en ekki síst frábærar vítamín-, bætiefna- og olíublöndur.

Sjá saffranblöndu Systrasamlagsins hér:

https://systrasamlagid.is/product/saffron-extraxt-m-morgunfru/

Heimild:
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/32056539