TRIPHALA ÁN ALLRA AUKAVERKANNA

06.09 2020

Triphala, er þekktasta jurtablanda jóganna. Í raun einstök og afar virk jurtablanda sem hefur verið notuð í aldir til að endurnæra, byggja upp og styrkja ristilinn og ekki síður smáþarmanna. Triphala er kunn sem hin milda en djúpa hreinsun, án allra aukaverkanna. Árangurinn af blöndunni er í raun frábær því hún hámarkar virkni meltingarinnar. Það sem Triphala hefur umfram aðrar hreinsandi blöndur er að hún veldur ekki óþægindum á sama hátt og annað sem er hægðarlosandi. Triphala er því langbesti ferðafélaginn og lendingin til hreinsunar, að mati margra.

Triphala á rætur í hinum aldagömlu og virtu Ayverídísku lækningum. Það hefur löngum verið vitað að hún hámarkar virkni meltingarinnar og kemur í veg fyrir þyngdarsveiflur. Helsta ástæðan er sú að blandan kemur reglu á upptöku næringar úr ristlinum. Til þess að þetta úthugsaða náttúrumeðal vinni sem best er það jafnframt blóðhreinsandi, styrkir lifur og bris og ekki síst sogæðakerfið. Triphala er jafnframt vinsælasta jurtablandan í indversku lækningum, ekki bara vegna þess hversu örugg hún er og vinnur mildilega, heldur einnig vegna hinnar merkilegu samsetningar sem er að mörgum talin virka miklu víðtækar en vísindin munu ná að sýna fram á á næstunni.

TRIPHALA ER FYRIR ALLA
Triphala er sett saman úr þremur tegundum ávaxta sem eru amalaki, karitaki og bibhitaki en hver þessara ávaxta vísar til sinnar dosu (þekkt sem vata, pitta og kafa) og virkar jafnt á þær allar. Vata (vindur/loft/eter) vinnur með hugann og taugakerfið, pitta (eldur) vinnur með meltingarkerfið og efnaskipti og kafa (vatn/jörð) vöðva og bein. Dosurnar mynda hið gullna jafnvægi í líkama mannsins. Ef ein dosan fer úr skorðum samkvæmt Ayurveda fræðunum, veikist líkaminn. Því er mikilvægt að unnið sé með alla þessa þætti mannslíkamans. Að sama skapi er þetta ástæðan fyrir því að aukaverkanir Triphala eru engar. Fyrir þá sem ekki vita þýðir “dosha”  “það sem breytist”. Þegar þær eru í jafnvægi styrkja þær heilbrigða lífeðlisfræðilega og sálfræðilega virkni.

SMYR RISTILINN
Listinn um mátt Triphala er of langur til að telja hér upp en gaman er að geta þess að margar vísindalegar rannsóknir hafa stutt áhrifaríka virkni blöndunnar á mörgum sviðum:
Hér eru nokkur dæmi:
Meltingarvandamál stafa jafnan af stíflum í lifur, gallblöðru og brisi en jafnframt þurrki í ristli vegna lélegrar upptöku næringar. Triphala er bæði hreinsandi og smyr ristilinn um leið og það er hægðarlosandi án þess að það valdi krömpum eða pirringi. Í sinni dýpstu vinnu hreinsar blandan meltingarveginn og ristilinn, dregur úr hægðartregðu, þarmaóreglu (IBS), ristilbólgu, hreinsar blóðið, lifrina, brisið og lækkar kólesteról.

Einstakir andoxandi eiginleikar Triphala draga jafnframt úr öldrun húðarinnar og auka teygjanleika hennar, kraft og endurnýjun. Það er vegna þess frábæra C-vítamíns sem er að finna í Amalaki ávextinum. Það eykur blóðflæðið og vinnur gegn eyðandi sindurefnum.

Sýnt hefur verið fram á að Triphala blandan er sérlega góð fyrir augun og vinnri gegn augnsjúkdómum eins og gláku, vagli, nærsýni og augnslímhúðarbólgu. Svo mild en engu að síður virk er þess blanda að hana má blanda vatni og nota beint á augun til að skerpa sjónina og draga úr augnsýkingum og roða í augum.DREGUR ÚR SPENNU SMÁÞARMA & STÍFLUM Í LIFUR, GALLI OG BRISI
Þyngdarstjórnun er eitt af aðalsmerkjum Triphala blöndunnar . Galdurinn þar að baki er að blandan ýtir undir virkni hormónsins sem gefur til kynna að við séum orðin södd.  Ofát spennir upp smáþarmanna, lifrina og öll iðrin. Það veldur lélegri næringarupptöku og að maturinn meltist illa en jafnframt ójafnvægi í þarmaflórunni. Triphala dregur því verulega úr stíflum í þörmum, lifur, galli og brisi.

Rannsóknir hafa einng gefið vísbendingar um að Triphala kann að vinna gegn krabbameinum. Í vísindalegri rannsókn sem gerð var í Bhabha Atomic Research Centre kom fram að Triphala “býr yfir þeim eiginleikum að eitra fyrir krabbameinsfrumum en hlífir heilbrigðum frumum.”  Þá komust vísindamenn frá Texas Tech University Health Sciences Center nýlega að eftirfarandi niðurstöðu: “Triphala dregur verulega úr vexti krabbameinsfrumna í brisi mannsins, bæði í rannsóknum á frumuvef sem og í mannslíkamanum.”

Þar sem Triphala er einnig bólgueyðandi getur það komið í veg fyrir og dregið verulega úr liðagigt og þvagsýrugigt. Blandan eflir ónæmikerfið og virkar mjög vel gegn streitu og hefur því góð áhrif á andlega líðan.

Triphala blandan frá Ayrveda Pura er líka einstök vegna samsetningar á heilum jurtum í bland við jurtakraft (2/3 er úr heilum jurtum og 1/3 úr krafti). Þannig frásogast Triphala blandan afar vel og nýtist öllum líkamanum en heilu jurtirnar nýtast þörmunum sérstaklega vel. Þessi nákvæma og úthugsaða afurð tryggir að Triphala blandan er í senn hreinasta og áhrifaríkasta blanda sinnar tegundar. Hver jurt er að sjálfsögðu lífræn og ræktuð án meindýraeiturs, tilbúins áburðar og sveppadrepandi efna, allt samkvæmt alþjóðlegum lífrænum gæðastöðlum.

JURTIR SEM VINNA DJÚPT
Amalaki
(Emblica officinalis)er álitin ein öflugasta jurtin í Ayurvedískum lækningum. Hún er afar súr, herpandi og kælandi og ein besta uppspretta móður náttúru sem um getur af náttúrulegu C-vítamíni. Kemur jafnvægi á pitta þáttinn elementið en virkar einnig afar vel á vata og kafa (dósurnar).

Bibhitaki (Terminalia bellerica) er aðallega herpandi, hitagefandi og róar alla þrjá þættina. Hún þykir sérstaklega góð til að draga úr ójafnvægi kafa. Þessi ávöxtur er bæði hægðarlosandi og herpandi svo hann bæði hreinsar og endurbyggir ristilvefina.

Harutaki (Terminalia chebula) er í senn herpandi, hitagefandi og kemur jafnvægi á dósurnar þrjár. Tíbetar kalla þennan ávöxt konung jurtaheimsins í sinni læknisfræði því hann bókstaflega djúphreinsar ristilinn og þá er það trú manna að hann styrki taugakerfið og hafi áhrif á vitsmunalífið

Notkun: Allt sem snýr að Ayurvedískum lækningum er hugsað til langframa og vinnur djúpt inn í líkamann. Takið eitt til tvo hylki tvisvar á dag á tóman maga á morgnanna og á kvöldin fyrir svefninn, eða 1/4 til 1/2 tsk 2x á dag í heitt vatn, sem er betra en að setja út í þeytinga. Margir kjósa það. Minnkið eða aukið skammtinn eftir því hvernig ykkur finnst ganga. Byrjið á minni skammti og aukið smám saman, það er ráðlegra. Gott er að taka Triphala inn í allt að 10 vikur og hvíla sig í tvær vikur og byrja svo aftur.  Og við ítrekum: Triphala vinnur djúpt og afar vel á ýmsum meinsemdum líkamans og er ekki skyndilausn. En þið finnið strax fyrir virkni hennar. Umfram allt gefið ykkur því tíma til að vinna á því vandamáli sem hefur tekið langan tíma að búa um sig.

Triphala inniheldur eftirfarandi bragð/brögð:
Súrt
Sterkt
Beiskt
Samandragandi
Sætt

Lífrænt triphala fæst frá Ayurveda Pura í Systrasamlaginu.