LEIT AÐ LJÓSI - sýning Kristínar Dóru í Systrasamlaginu

31.08 2020

Kristín Dóra Ólafsdóttir, sem er sannarlega ein af okkar áhugaverðurstu myndlistarkonum, sýnir ný málverk í Boðefnagallerýi Systrasamlagsins á Óðinsgötu 1.
Verkin á sýningunni urðu til í samkomubanni og þegar fór að birta til. Því endurspegla þau hugarástand listakonu sem leitar að því fallega og góða þegar útlitið var heldur dökkt.
Vegna veirunnar verður ekki formleg opnun en hægt verður að skoða sýninguna á opnunartímum Systrasamlagsins frá 1. september-1. nóvember.
Þeir eru mánudaga frá 11-16, þri-föst 11-18 og laugardaga 11-16.
Leit að ljósi er 6. einkasýning Kristínar Dóru sem útskrifaðist úr Myndlist í LHÍ árið 2017. Hún býr og starfar í Reykjavík.