SYSTRASAMLAGIÐ Á PLASTLAUSU POP-UP-i 5. og 6. SEPT.

30.08 2020

Plastlaus september er árleg árvekniátak, sem haldið var í fyrsta sinn í september 2017 og hefur síðan þá vaxið gífurlega.

Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka notkunina. Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til og eyðist ekki þ.e. það plast sem ekki hefur endað í sorpbrennslu. Plastið brotnar niður í smærri einingar (örplast) og áhrif þess á lífríki er ekki að fullu þekkt.

Plastlaus september hvetur okkur til að nota minna af einnota plasti og velja vörur úr öðru hráefni þegar því er komið við. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum.

Systrasamlagið sem var stofnað 2013 hefur verið plastlaust frá upphafi en við höfum t.d. alltaf notast við maís og pappaumbúðir.

Helgina 5. og 6. september ætlar Systrasamlagið í félagi við fjölmargra að fagna og halda áfram að vekja athygli á mikilvægu máli m og taka þátt í plastlausu POP-UPi. Við bjóðum upp á 15% af korkjógavörum og plástlausum lífrænum hárteygjum, semsé 5. og 6. sept, eða á laugardag og sunnudag.

Þú getur fengið afsláttinn (ath eingöngu á netinu á okkar síðu www.systrasamlagid.is) með því að slá inn kóðann #plastlaus20

Sjá nánar: https://plastlausseptember.is/plastlaustpopup/