SLAKANDI OG BÆTIR SVEFN

03.08 2020

Hvað er L-theanine?

L-theanine er amínósýra sem finnst í telaufum. Hún var uppgötvuð af japönskum vísindamönnum árið 1949. Þó að hún sé fyrst og fremst í telaufum er hana líka að finna í ákveðnum tegundum sveppa. Í fæðu finnst hún í mestu magni í grænum telaufum. Samkvæmt japönskum skilgreiningum er L-theanine uppspretta umami, hins einstaka kryddaða japanska bragðs.

Vísindamenn sem hafa stúderað umami hafa gert merkilegar uppgötvanir. Þetta er bragðið sem heldur japönum grönnum vegna þess að það örvar meltinguna, það gefur líka fyllingu og slær á svegndartilfinningu. Hitt er svo hvaða mögnuðu áhrif L-theanine hefur á heilann og líkamann?

Hvernig vinnur L-theanine:

L-theanine er róandi og eykur gæði svefns vegna þess að það hefur margvísleg áhrif á heilann:

  • Eykur magn GABA og annara efna í heilanum.
    L-theanine eykur magn GABA, sem og serótóníns og dópamíns. Þessi efni eru þekkt taugaboðefni í heilanum og koma jafnvægi á tilfinningar, skap, einbeitingu, árverkni og svefn. Einnig matarlyst, orku og annað sem hefur áhrif á andlega heilsu okkar og getur hjálpað okkur að sofa.

  • Minnkar magn “örvandi” efna í heila. Um leið og L-theanine dregur úr örvandi efnum í heila sem ýta undir streitu og ótta lyfta þau upp efnum sem róa. Þannig að L-theanine verndar heilafrumur fyrir streitu og aldurstengdum skemmdum.

  • Hækkar alfa heilabylgjur. Alfa heilabylgjurnar eru tengdar við ástand sem er lýst með því að vera vakandi en rólegur. Það er ástandið þegar hugurinn er nánast í hugleiðsluástandi, skapandi og þegar þú leyfir þér að dagdreyma. Alfa heilabylgjurnar eru líka háar í svokölluðu REM svefni. L-theanine virðast hrinda af stað losun á alfa bylgja sem hafa sannarlega áhrif á slökun, fókus og sköpun. Eitt það áhugaverðasta við L-theanine er að það róar án þess að sljógva. Þannig er L-thenine góður kostur fyrir þá sem kjósa að halda sér vakandi en eru slakir um leið. Án þess að því fylgi syfja eða þreyta yfir daginn.

Samatekt um L-theanine:

Það bætir svefn með margvíslegum hætti. Það hjálpar okkur að sofna fyrr og rannsóknir sýna líka að gæði svefns okkar verður betri, ekki vegna þess að sé sljógvandi, heldur vegna þess að það slær á óttta og framkallar slökun.

Dregur úr streitu og ótta. L-theanine er það sem kallað er anxiolytics, það dregur úr ótta. Sum anxiolytics, eins og valerian og humall, eru sljógvandi, ekki L-theanine. Það róar en heldur okkur skýrum.

L-theanine hefur jákvæða virkni, bæði fyrir líkama og anda, um leið og það róar hjartslátt og dregur úr blóðþrýstingi.

L-theanine bætir einbeitingu og minni. Það gerist vegna þess að L-theanine minnka stresshormónin í líkamanum, eins og kortisóls og corticosterone sem hafa ekki góð áhrif á heilastarfsemi.

L-theanine bætir líka árvekni. Rannsóknir sýna að þeir sem taka það inn eru nákvæmari og gera færri villur.

Rannsóknir hafa líka sýnt að L-theanine hjálpar fólki að halda kjörþyngd. Allt þetta hangir auðvitað saman, þ.e. Þegar við erum í góðu jafnvægi þá á það gjarnan líka við um matarlystina.
 

Sítrónumelissa:

Sítrónumelissa styrkir taugakerfið og hefur reynst afar vel gegn streitu, kvíða, þunglyndi og svefnleysi. Hún dregur úr hröðum hjartslætti og er góð gegn magakveisu, meltingatruflunum og uppþembu.

Það segir kannski meira en mörg orð að flestir sem taka inn L-theanine og Lemon Balm blönduna frá Virdian gerast oftast áskrifendur að henni. Blandan er án koffíns.

Nú er hún loks komin í netsölu, fæst bæði 30 hylki og 90 hylki. 
Virdian vítamínin eru eins hrein og virk eins og hægt er að hafa vítamín.

Að gefnu tilefni er 25% afsláttur af L-theanine og Lemon Balm til 10. ágúst.

https://systrasamlagid.is/products/vitamin

Sjá heimildir hér:
https://www.psychologytoday.com/us/blog/sleep-newzzz/201708/what-you-need-know-about-l-theanine