ÞRÍR SÚPERDRYKKIR Í SYSTRASAMLAGINU

01.06 2020

Mögnuð vöruþróun hefur átt sér stað í drykkjarheiminum. Fullyrða má að bylting hafi átt sér stað. Drykkur er líka matur, er slagorð sem er að festa sig í sess og byggir sannarlega ekki á sandi. Fremstir meðal jafningja í þróun framúrskarandi innihaldsríka drykkja er bætiefnaframleiðandinn Virdian, sem setti á markað þrjá drykki með stuttu millibili sem eru hverjir öðrum bragðbetri og skemmtilegri og svo næringarríkir að fáir komast með tærnar þar sem þeir hafa hælanna.

Næsta kynslóð næringarríka drykkja hefur semsé litið dagsins ljós, drykkir sem eru allt í senn lífrænir, bragðmikilir og með ekta innihaldsefnum. Sérfræðingarnir hjá Whole Foods fullyrtu meðal annars að sveppadrykkir tæku flugið 2018 enda hvergi að finna öflugri næringu en í villtum skógarsveppum. Og þar sem sveppakraftur smellpassaðar með cacaói væri sú samsetning tær snilld. Virdian greip boltann og þróaði magnaðan drykk úr chaga svepp frá Lapplandi (sem kallaður hefur verið konungur allra sveppa) og hreinu regnskógar cacaói frá Perú. Þá er nú gott að vita af því að vestrænu vísindin hafa komist að er að chaga sveppurinn eykur orku, þrótt og þol, styrkir óæmiskerfið og ýtir undir að sár grói. Næringaefnin í villtum chaga svepp eru nánar tiltekið:  aminósýrur (1-3, 1-6) beta glúkans, betulinic sýra, snefilefni, meltingartrefjar, ensím, flavónóíðar, germanium, inotodiols, manosterol, melanín, pantothenic sýra, fenólar, jurtanæringarefni, fjölsykrur, saponins, sterólar, trametenolic sýra, tripeptides, triterpenes, triterpenóíðar, vanillic sýra, B1, B2 og B3 vítamín, D2 og vítamín, K2 vítamín. 1.
Um innihald regnskógar cacaoó þarf vart að fjölyrða en það geymir meira en 1200 næringarefni og 700 mg af þessu eðalefni er í hverjum skammti og hvorki meira né minna en 6000 mg af virka efninu í chaga sveppnum. Sjá nánar hér.
Chaga og cacaó drykkurinn er afar góður út í hitaða heslihnetumjólk og möndlumjólk. Það er svo gaman að segja frá því að Chaga og cacaó drykkurinn var að fá hin virtu Natural & Organic Award  verðlaun sem besti heilsudrykkur ársins í Evrópu í mars 2018.

Krafmikil nálgun á furuberki og berjum
Annar drykkur sem er ekki síðri en cacao/chaga drykkurinn er blanda úr furuberki og berjum. Í honum er kraftur aðalbláberja og rauðberja eða (týttuberja). Hér er fersk nálgun í kraftmiklum nútímabúningi á gamalli skandinavískri hefð. Allt unnið á besta veg því uppskeran er sjálfbær og lífrænt vottuð í skógum Lapplands af virtasta vottunaraðila heims sem er Soil Association.
Furubörkur er ákaflega ríkur af OPCs flavínóiðum, litarefni sem gefur mörgu í náttúrunni lit, bragð og lykt. Það voru franskir sjómenn sem uppgötvuðu hann árið 1534 og drukku te furuberki til að losna við skyrbjúg. Frakkar hafa síðan haft furubörk í heiðri og notað hann til að halda húð sinni ungri og hjarta- og æðasjúkdómum í skefjum. Þeir hafa líka lengi vitað að furubörkur jafnar blóðsykur og heldur slæma kólesterólinu í skefjum.

Bláber og rauðber eru mjög eftirsótt og allra mikilvægustu berin í norrænum skógum. Þau eru ríkuleg uppspretta anthocyanins, flavanols og phenolics 2. Þau vaxa hægt og safna því upp mikilli næringu og eru einstök uppspretta andoxunarefna. Flest þekkjum að aðalbláber eru góð fyrir sjónina. En báðar berjategundirnar hafa verið mikilvægar í náttúrulækningum vegna þess að þær eru allt í senn bólgueyðandi, bakteríudrepandi, lækka blóðþrýsting og vernda sjónhimnu. Yfirstandandi rannsóknir benda líka til að þau gegni mikilvægu hlutverki við heilsu hjarta- , meltingar-og taugakerfis. 3.

OPCs undranæring fyrir húðina
Það er ærin ástæða til segja meira frá OPCs gerir sem er að finna í furuberkinum því rannsóknir hafa sýnst að það efni hefur áhrif á kolleganið og eastinið (teygjuefnið) í húðinni á aðeins nokkrum dögum. Styrking kollagen massans, eða þráðanna í húðvefnum, ver okkur fyrir öldrum og ágangi eyðandi ensíma og halmar líka skaða á húð af völdum bólga og sýkinga. Þá liggja fyrir merkilegar rannsóknir sem sýna að OBCs örvar hyualronic sýru líkamans sem viðheldur raka, græðir sár og sléttir úr hrukkum.  OPCs í furuberki ýtir einnig undir upptöku næringar í húð, færir húðinni raka og súrefni og hreinsar eiturefni. OPCs eykur líka framleiðslu nitric oxíð, eða köfnundarefniseinoxíðs, sem víkkar út æðarnar og eykur súrefni og blóðflæði. 4.
Furubarkar- og berjadrykkurinn er bæði góður út í heitt vatn en það fer honum líka afskaplega vel að hita hann eða flóa í góðri kókosmjólk frá Rude Health.

Heilsudrykkur ársins!
Þriðji drykkurinn frá Viridian er Kúrkúmín latte sem hlaut hin virtu Natural & Organic Award sem besti heilsudrykkur ársins í Evrópu í mars 2017. Lífrænn kúrkúmín latte er að segja má nútímaútgáfa af hefðbundum túrmerik latte sem er líka þekktur sem “Gullna mjólkin” eða “Haldi Ka Doodh”.  Gullna mjólkin á rætur í suðaustur Asíu þar sem túrmerikrót með öðrum lækningajurtum var blandað út í heita mjólk. Kúrkúmín latteinn frá Virdian inniheldur þykkni af túrmeikrót með meira magni af virka efninu í túrmerkinu, sem er þekkt undir nafninu kúrkúmín. Einn bolli af þessum drykk inniheldur 485 mg af lífrænni túrmerikrót og turmerik þykkni, 250 mg sem gefur 85% kúrkúmíóða. Í honum er líka engifer, chili, grænar kardimommur Ceylon kanill og vanilla.
Við systur kjósum að blanda 1 gr af þessum í kókosmjólk, eða aðra sæta en sykurlausa jurtamjólk og flóa eilitið. Þessi bólgueyðandi ofurdrykkur er bestur á kvöldin ef mann langar að narta. Slær á nart- og sykurþörf og nærir vel fyrir nóttina.

Heimilidir m.a.
1. Jasmina Glamočlija, Ana Ćirić, Miloš Nikolić, Ângela Fernandes, Lillian Barros, Ricardo C. Calhelha, Isabel C.F.R. Ferreira, Marina Soković, Leo J.L.D. van Griensven. Chemical characterization and biological activity of Chaga (Inonotus obliquus), a medicinal “mushroom”. Journal of Ethnopharmacology Volume 162, 13 March 2015, Pages 323–332.
2. Liu, Pengzhan et al. "Characterization Of Metabolite Profiles Of Leaves Of Bilberry (Vaccinium Myrtillusl.) And Lingonberry (Vaccinium Vitis-Idaeal.)." Journal of Agricultural and Food Chemistry62.49 (2014): 12015-12026.
3. Ogawa, Kenjirou et al. "The Protective Effects Of Bilberry And Lingonberry Extracts Against UV Light-Induced Retinal Photoreceptor Cell Damage In Vitro." Journal of Agricultural and Food Chemistry 61.43 (2013): 10345- 10353. Web.
4. Rohdewald, Peter. The Pycnogenol Phenomenon. Bochum: Ponte Press, 2015. Print.