Frjókornaofnæmi – NÁTTÚRULEG RÁÐ SYSTRA!

26.04 2019

Tími frjókornaofnæmis er í fullum gangi. Margir sem glíma við það eru komnir með hnút í magann yfir sumrinu. Frjókornaofnæmi lýsir sér m.a. í nefrennsli, hnerra, tárarennsli, hósta og kláða í augum og gómi. Hægt er að grípa til margra góðra náttúrulegra ráða gegn frjókornaofnæmi. Það er líka mikilvægt að að huga vel að mataræðinu á meðan þetta tímabil gengur yfir.

Samkvæmt Ayurveda fræðunum fellur frjókornatímabilið undir kafa (kapha), þegar jörðin er blaut og þung og loftið ennþá svalt en það tímabil stendur jafnan út júní á norðlægum slóðum. Á þessum umbrotatímum eru einmitt frjókornin að leysast úr læðingi sem trufla lífsgæði marga á meðal okkar.Meðal annars er æskilegt að minnka neyslu glútens á þessum tímum því glúten getur ýtt verulega undir frjókornaofnæmi. Einnig er fólki ráðlagt að forðast allt sem er ríkt af histamíni og þar er átt við vín og bjór, mjólkuvörur, sem eru slímmyndandi, vel þroskaða osta (sorrí), salami, jarðaber, spínat, skelfisk og súrsaðan mat. Einnig er nauðsynegt að sneiða hjá mikið unninni fæðu með aukaefnum og litarefnum, og sérstaklega áhrif skordýraeiturs. Mörg áþekk ráð duga gegn frjókornaofnæmi og astma.

Hvers vegna frjókornaofnæmi?
Frjókornaofnæmi stafar af ofvirkni ónæmiskerfisins sem veldur bólgum í slímhúðinni. Loftfirrtar agnir dreifast með blóðinu í gegnum nef, háls, lungu og meltingarveg. Ónæmiskerfið þekkir ekki þessa framandi gesti og hefur framleiðslu á mótefninu IgE sem leggur þessa óboðnu gesti á minnið. Hlutverk IgE mótefninsins er að ráðast á stóru mastfrumurnar sem framleiða histamín. Þegar vágestirnir koma aftur leysa IgE mastfrumurnar histamín úr læðingi, sem haga sér eins og viðvörunarbjöllur sem senda boð til staðbundinna öryggismiðstöðva, en það er gert til þess að hafa stjórn á viðbrögðum ónæmiskerfsins.
Margir sem þjást af frjókornaofnæmi mæta þessu vandamáli með anti-histamín lyfjum sem því miður hafa þreytandi aukaverkanir og geta valdið þurrki, syfju og þreytu. En það er alls ekki eina ráðið. Vinna má á frjókornaofnæmi með margvíslegum náttúrulegum ráðum sem hafa litlar sem engar aukaverkanir.
Fyrst af öllu er fólki bent á að drekka mikið vatn. Það er nefnilega svo að histamín stjórnar dreifingu vökva um líkamann. Ef líkaminn þarfnast vatns eykst magn histamíns í líkamanum. Volgt vatn með hálfri sítrónu á morgnanna er eitt af bestu ráðunum við frjókornaofnæmi.

Hér eru fáein góð, eða jafnvel frábær ráð:

Quercetin og B5
Nokkur bíóflavón - einkum quercetin - hafa reynst draga úr flæði histamíns frá mastfrumum og einnig draga þau úr myndun ofnæmisvaldandi efna eins og leukotrína.  Eitt öflugasta bætiefnið gegn frjókornaofnæmi sem fæst í dag er quercetin með blöndu af B5-vítamíni og brómelíni, sem er m.a. talið vera bólgueyðandi, róar hósta og hjálpar okkur að losa slím úr öndunarvegi svo eitthvað sé nefnt. B5 vítamínið er hins vegar eitt þekktasta “afstressunarvítamínið” og nærir nýrnahetturnar, sem veitir ekki af því ofnmæið hefur bæði sálræn og líkamleg áhrif. Þessi gullvæga blanda fæst frá Viridian í Systrasamlaginu.

Brómelín
Er í raun magnað og finnst í blöndunni hér að ofan. Það er allt í senn bólgueyðandi, vinnur gegn sínus vandamálum og bronkítis og hraðar meltingunni. Það stafar m.a. af því hve ríkt það er af meltingarensímum og sýrujafnandi. Til marks um virkni þess er fátt meira græðandi frá náttúrunnar hendi en brómelín. Einnig er þekkt að í brómelíni er efni sem vinnur að mörgu leyti eins og sýklayf. 

Meltingarensím og L-glútamín
Er það tvennt sem næringarþerapistarnir mæla með sem fyrstu hjálp þegar meltingin er að trufla þig sem á gjarnan við um á þessum kafatímum, þ.e. meltingin verður gjarnan þung og blaut eins og náttúran. Glútamín eða L-glútamín er sérstaklega mikilvægt fyrir meltingarfæri og raunar ónæmiskerfi og vöðvafrumur. Glútamín er næringarefni fyrir frumulíningu ristilsins og styrkir hann. Algengt vandamál þeirra sem eru með óþol er lekur ristill “leaky gut”. Langbest gegn því er glútamín sem styrkir og þéttir ristilinn og líka endurnærir vöðva sem eru slappir eftir mikla áreynslu og eða vegna veikinda. Vinnur gegn bólgum í líkamanum.
Digestive Aid blandan stendur sannarlega undir nafni en hún hefur að geyma meltingarensímin lípasa, prótasa og amílasa ásamt Betanine hydroklóríð (HCL), sem eykur sýrustig í maga fyrir betri meltingu, piparmyntu, sem er verk og vindeyðandi og engifer, sem margsannað er að gagnast vel við meltingartruflunum. Það er engin vafi í huga okkar systra að Digestive Aid blandan frá Viridian er besta meltingarblandan á markaðnum í dag og nauðsynlegur ferðafélagi með í sumarleyfið og á grillhátíðir sumarsins.

C-vítamín
Rannsóknir benda til margvíslegrar gagnsemi C-vítamíns við frjókornaofnæmi. Í a.m.k. 7 klínískum rannsóknum reyndist það veita greinilegan bata í öndunarfærum og voru þá gefin 1000 - 2000 mg á dag. Í rannsókn þar sem gefin voru 2000 mg á viku í senn, reyndist magn af C-vítamíni í blóði stóraukast en magn af histamíni lækka um 38%.  Acerola C-vítamínið er að finna í blöndunni sem nefnd er efst en fæst líka eitt og sér frá Viridan fyrir þá sem vilja auka skammtinn.