Tulsi te - 100% lífrænt

verð:1.200 kr.


100% hreint og lífrænt Tulsi te. Teið er lífrænt vottað jurtate búið til af meistarahöndum Ayurveda Pura í Bretlandi. Tulsi lauf (Holy Basil) hefur marga góða kosti fyrir líkamann og er sérlega hressandi.

Holy Basil eða öðru nafni Tulsi er helgasta jurt Indverja. Gjarnan höfð í húsagörðum til að hreinsa og bæta umhverfið. En fyrir líkamann kemur hún jafnvægi á kafa orkuna (jörð og vatn), sem oft er í miklu ójafnvægi hjá Vesturlandabúum sem gjarnan eru þungir og að kljást við bjúg. Það er vegna of mikillar neyslu á sætu og söltu á kostnað þess sem er sterkt, beiskt, herpandi og súrt. Við það myndast slím í líkamanum og við eigum á hættu að þyngjast bæði andlega og líkamlega. Auk þess sem hitastigið í líkamanum kann að fara úr jafnvægi.
Tulsi losar um slím í líkamanum, sérstaklega í lungum og öndunarfærum og styrkir hjartað. En er líka þekkt fyrir að halda ofþyngd í skefjum og líkamshita í jafnvægi.
En svo má nefna til frekari fróðleiks að Tulsi er flokkuð sem þrí-dosha sattvísk jurt (þ.e. mjög jákvæð). Hún er talin skerpa á skilningavitunum og opna gáttina milli hjarta og huga. Og fyrir þá sem vilja kafa enn dýpra inn í Ayurveda fræðin geta þeir gúgglað að Tulsi er sögð hreinsa áruna. Og er t.d. þess vegna að finna víða í húsagörðum á Indlandi. En það verður vart vísindalega sannað í bráð.

Pakkinn inniheldur 20 tegrisjur.