UPPSELT - NÁMSKEIÐ Í BRUGGUN VATNS- OG MJÓLKURKEFÍRS M/ HEIÐU BJÖRK OG SYSTRUM

verð:8.500 kr.

Uppselt

 

Vegna mikillar eftrspurnar verður annað námskeið í KEFÍRGERРí Systrasamlaginu miðvikudaginn 29. ágúst.

Kefír á vaxandi vinsældum að fagna enda fágæt blanda góðgerla sem úr má brugga einhverja næringarríkustu og bestu drykki sem til eru. Heiða Björk Sturludóttur næringaþerapisti er vön að meðhöndla kefír og ætlar því í samvinnu við systur að halda tveggja tíma námskeið í bruggun kefírs 29. ágúst frá 19-21 í Systrasamlaginu.

Heiða Björk býr yfir margþættri reynslu en auk þess að vera frábær kennari og kefírbruggari hefur hún einstaka þekkingu meltingarveginum og þeim góðgerlum sem við öll þurfum á að halda.

Á námskeiðinu fer fram:
Sýnikennsla í bruggun bæði mjólkur- og vantskefírs.
Kombucha kemur líka við sögu.
Fróðleikur um góðgerla

Innifalið:
Gögn um bruggun kefírs.
Bestu brögðin
Smakk
20% afsláttur af vatns- og mjólkurkefírgrjónum.
10% af annarri vöru í verslun.

Fyrir þá sem ekki vita á kefír rætur í Kákasus fjöllunum. Úr grjónunum má gera næringarríka drykki og líka jógúrt sem eru mun öflugri en allar meltingarpillur. Talað er um að bæði mjólkurkefír  og vatnskefír (góður grunnur í mjög frískandi jurta- og ávaxtadrykki) innihaldi meira en 30 stofna góðgerla sem vinna gegn slæmum bakteríum.


Hægt er að brugga undursamlega drykki úr kefír sem mörgum þykja mun bragðbetri og skemmtilegri en kombucha og eru án skerandi edikbragðsins.

Gaman er geta þess að orðið kefir er dregið af tyrkneska orðinu keif sem þýðir góð tilfinning.

Hér er að finna eðal grein eftir Heiðu Björk sem nefnist Hvaða máli skiptir þarmaflóran?