Kristalsvatnsflaska -VITALITY / LÍFSORKA

verð:14.500 kr.


VitaJuwel kristalsvatnsflaska - VITALITY

Hildegard af Bingen lýsti yfir “Allt það græna í náttúrunni safnast saman í smaragði." Þessi iðagræni kristall hefur verið uppspretta ævintýra í mörgum menningarsamfélögum í sex þúsund ár og var álitinn tákn eilífs lífs í Egytpalandi til forna. Það leikur enginn vafi á því að líkami okkar þarfnast mikils af góðu vatni svo líkaminn haldi kjörheilsu. Smaragður og tær kristall styrkja ónæmiskerfið og ýta undir lækningamátt líkamans.

VitaJuwel kristalsvatnsflöskurnar í Systrasamlaginu eru úr hágæða Bohemian gleri sem er blýlaust og hlaðnar jákvæðum "fair trade" kristöllum sem hefur verið sýnt fram á að geti breytt kranavatni í tært lindarvatn. Líkt og við séum á fjöllum að drekka beint úr tærum læk. En hvað sem því líður eru nýju vantsflöskurnar okkar frábær drykkjaílát og falleg hönnun.

Allar flöskurnar eru þola bæði heitt og kalt vatn. Munum svo að við erum öll uppistöðulón eða 70% vatn. Drekkum bara það besta mögulega.

Í einstaklega fallegum gjafaumbúðum.

Meðhöndlun á Vitajuwel kristalsvatnsflöskunum. Sjá myndband.