Kristalsvatnsflaska - HAPPINESS / HAMINGJA

verð:14.500 kr.


VitaJuwel kristalsvatnsflaska - HAPPINESS

Gætir þú hugsað þér aðeins meiri hamingju? Þá er þetta blandan þín.  
Hún er hönnuð til að blása okkur jákvæðni í brjóst og laða að góða hluti.  

Alþýðulækningar segja okkur að appelsínugulur kalsít og hinn snilldarlegi 
karnelín (lífsins steinn) laði fram það besta í okkur og auki bjarsýni. 
 Ofan á það fylgir með hinn fallegi steinn jade sem stundum er kallaður 
draumasteinninn og sagður blessa allt sem á vegi okkar verður. Hann hefur verið þekktur í meira en 6000 ár fyrir að draga að lán og lukku. 


VitaJuwel kristalsvatnsflöskurnar í Systrasamlaginu eru úr hágæða "fair trade" Bohemian gleri sem er blýlaust og hlaðnar jákvæðum kristöllum sem hefur verið sýnt fram á að geti breytt kranavatni í tært lindarvatn. Líkt og við séum á fjöllum að drekka beint úr tærum læk. En hvað sem því líður eru nýju vantsflöskurnar okkar frábær drykkjaílát og falleg hönnun.

Allar flöskurnar eru þola bæði heitt og kalt vatn. Munum svo að við erum öll uppistöðulón eða 70% vatn. Drekkum bara það besta mögulega.

Í einstaklega fallegum gjafaumbúðum.

Meðhöndlun á Vitajuwel kristalsvatnsflöskunum. Sjá myndband.