100% Cacaó með lífrænum sveppum

verð:6.400 kr.


Vara er uppseld og væntanleg
100% cacaó með töfrandi sveppum


Færir: Ró, næringu og jarðtenginu
Gefur: Styrkir ónæmiskerfið og er almennt styðjandi
Bragð: Eik, jörð, mýkt.


12 bollar. Frábært ferðacacaó.

Hér er cacaó eins virkt og hugsast getur með blöndu af sveppum sem gefa líkama og anda aukinn kraft. Sveppirnir í blöndunni eru m.a. reishi, cordyseps, chaga, mesima, lion’s mane, turkey tail, maitake, shiitake, blazei, poria, agarikon, suehirotake, oyster og sannur tinder polypore (allt í litlum skömmtum). Yfirgnæfandi cacaó bragð og smá hint af sveppabragði. Allir sveppirnir koma frá bændum í Bandaríkjunum og hafa lífræna vottun. Sveppirnir eru einnig rannsakaðir og vottaðir til hlítar af vísindamönnum.

Cacaó-ið í þessari blöndu kemur frá 300 litlum fjölskyldum sem rækta cacaó í hæðum suður Belize. Þessar fjölskyldur eru afkomendur Q’eqchi’ og Mopan Maya. Þær rækta cacaó af djúpri lotningu og með skilningi á umverfinu sem þau lifa og hrærast í. Firefly hefur með þessu fjárfest í innviðum innfæddra sem rækta cacaó baunin með hjarta og sál og með þeirri tækni og þekkingu sem til er. Hér er verið að tryggja þekkingin haldi áfram að ganga mann fram að manni eins og Mayjarnir gerðu best. En um leið er mótmælt ágangi og illri framkomu við frumbyggja.

Neysla á góðu cacaó fyllir líka líkamann af lífsnauðsynlegum stein- og snefilefnum sem meirihluta Vesturlandabúa skortir og cacaó er langbesta uppsrettan. Þar ber fyrst að nefna magnesíum sem er lykiefni fyrir heila, minni og einbeitingu. En líka hjartað, æðar og dregur úr stífleika. Þar fyrir utan er cacaó ein besta uppspretta náttúrunnar af krómi, er hátt í kopar, kalki, mangani, sinki, brennsteini, járni og fósfóri. Firefly uppfyllir öll skilyrði EU um að vera laust við þungmálma, sem á ekki alltaf við, þ.e. Firefly cacaóið er án blýs og nánast laust við kadmíum, eða er langt undir viðmiðunarmörkum.

Inniheldur á bilinu 200 til 300 næringarefni. Lífrænt vottað, án sykurs, glútenlaust, vegan, paelo og allt gott sem hugsast getur fyrir heilsuna.
 

Pokinn inniheldur: 237 grömm. Fyrir dagdrykkju er tilvalið að að fá sér 20 gramma bolla, en sumir vilja minna og aðrir meira. Aðgengileg og skemmtileg vara sem er í "diskum". Auðvelt að blanda og fær frábæra dóma.
Þykir eitt það besta og vandaðasta cacaó-ið á markaðnum í dag.

 

  • 1-3 diskar – Smáskammtur

  • 4-7 diskar – Léttur skammtur (15 gr)

  • 8-11 diskar – Daglegur athafnaskammtur (20-30 gr)

  • 12-16* - Serimóníuskammtr (45, 5 gr)